Afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 14:36:26 (3976)

2000-02-03 14:36:26# 125. lþ. 56.1 fundur 172. mál: #A afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum# þál., Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[14:36]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Neðst á síðu 2 í grg. með þáltill. stendur:

,,Í þingsályktunartillögunni er ekki tekin afstaða til þess hvort stjórnunarkerfið eigi að nota heldur er einungis tekið á eignarhaldi á þeim verðmætum sem verða til þegar aðgangur að fiskstofnum er takmarkaður og skilyrði til hagkvæmrar nýtingar sköpuð.``

Sérstaklega er tekið fram að ekki er verið að fjalla um fiskveiðistjórnarkerfið sem slíkt, heldur eingöngu eignarhaldið.

En ég vil spyrja: Hvað sér hv. þm. fyrir sér sem lausn ef Hæstiréttur samþykkir dóm undirréttar í Vatneyrarmálinu?