Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 18:52:23 (4017)

2000-02-03 18:52:23# 125. lþ. 56.5 fundur 249. mál: #A stjórn fiskveiða# (framsal veiðiheimilda) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[18:52]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú kannski kominn tími til að ég kalli eftir sjónarmiðum hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar því honum tókst ágætlega að endursegja ræðu mína í aðeins styttra máli, en á sama hátt og fyrr í umræðunni kom ekkert fram um afstöðu hans, flokks hans, flokksbrots eða fylkingar, til málsins. Hver er afstaða hv. þm. og Samfylkingarinnar til framsalsins? Eru þeir fylgjandi framsali, eru þeir bara fylgjandi framsali undir einhverjum tilteknum kringumstæðum eða eru þeir aldrei fylgjandi framsali? Það væri mjög athyglisvert fyrir þingheim að heyra afstöðu þeirra til þessa þáttar fiskveiðistjórnarinnar.