Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 18:55:11 (4019)

2000-02-03 18:55:11# 125. lþ. 56.5 fundur 249. mál: #A stjórn fiskveiða# (framsal veiðiheimilda) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[18:55]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þinheimur bíður auðvitað spenntur eftir að sjá frv. Samfylkingarinnar og hvers konar málamiðlunum hún hefur komist að í þessu máli að þessu sinni. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvort Samfylkingunni hefur tekist betur upp að stilla strengi í þessu máli heldur en þeim tókst að stilla strengi í því stóra máli sem fyrr var til umræðu á þessu þingi, um Eyjabakkana og Fljótsdalsvirkjun, þar sem ég vil gjarnan minna á að hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson var í andstöðu við flesta sína félaga og meira í takt við ríkisstjórnarmeirihlutann en Samfylkinguna.