Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 19:12:38 (4024)

2000-02-03 19:12:38# 125. lþ. 56.5 fundur 249. mál: #A stjórn fiskveiða# (framsal veiðiheimilda) frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[19:12]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði að þetta væri nú eiginlega ekki skattur heldur aðferð til að útdeila aflaheimildum. Það er kannski kurteislegra og fínna orðalag en auðvitað er það nýr skattur á útgerðina. Menn eiga ekki að þræta fyrir það. Hann segir að menn hafi ekki um neitt að velja. Ég veit að hv. þm. þekkir marga góða útgerðarmenn og fyrirtæki í okkar kjördæmi sem taka ekki þátt í þessum darraðardansi í kringum kvótabraskið. Á þessa aðila er auðvitað um nýjan skatt að ræða þó menn kalli það aðferð til að útdeila aflaheimildum. Þetta er nýr skattur á útgerðina og mun koma mjög þungt niður, ekki síst á landsbyggðinni. Ég hef mjög miklar áhyggjur af því ef þetta nær fram að ganga.

Varðandi það hvernig ég ætli að bregðast við dómi Hæstaréttar þá ætla ég nú fyrst að sjá dóm Hæstaréttar áður en ég fer að tjá mig um hann.