Rannsókn kjörbréfs

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 15:01:04 (4028)

2000-02-07 15:01:04# 125. lþ. 57.1 fundur 279#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[15:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 3. febr. 2000:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum, auk sérstakra embættisstarfa utan bæjar næstu daga, get ég ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur og leyfi ég mér, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að óska þess að 2. varaþingmaður Framsfl. í Vesturl., Þorvaldur T. Jónsson bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþingmanns.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Ingibjörg Pálmadóttir, 2. þm. Vesturl.``

Þá hefur borist annað bréf, dags. 4. febr. 2000.

,,Vegna sérstakra anna get ég ekki tekið sæti Ingibjargar Pálmadóttur, 2. þm. Vesturl., á Alþingi að þessu sinni.

Virðingarfyllst,

Magnús Stefánsson,

1. varaþingmaður Framsfl. í Vesturl.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Þorvaldi T. Jónssyni sem er 2. varamaður á lista Framsfl. í Vesturlandskjördæmi. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund áður en þingfundur hófst til þess að fjalla um kjörbréfið.