Sala jarðeigna ríkisins

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 15:11:50 (4037)

2000-02-07 15:11:50# 125. lþ. 57.2 fundur 280#B sala jarðeigna ríkisins# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[15:11]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég undirstrika að það er sjálfsagt og eðlilegt að sú meginregla sé virt að slíkar eignir séu auglýstar. Það væri þá í undantekningartilvikum sem yrði að skýra sérstaklega ef það yrði ekki gert.

Ég vil aðeins nefna eitt atriði vegna þess að komið hefur fram í fjölmiðlum að okkar ástsæla söngkona Björk Guðmundsdóttir hafi velt fyrir sér að kaupa tiltekna eyju í Breiðafirði, þá er það rétt að það hefur komið til tals. Ég gæti reyndar mjög vel hugsað mér að hún fengi þar aðstöðu til þess að reisa sér hús. Og ég get mjög vel hugsað mér að hún gæti fengið slíka aðstöðu leigulaust í áraraðir því að hún hefur gert meira fyrir Ísland en langflestir Íslendingar sem við þekkjum við að auka frægð og frama Íslands. En henni var jafnframt gert ljóst að ef til þess kæmi að um sölu yrði að ræða, þá yrði þessi eign auglýst þannig að aðrir gætu komið að málinu.