Skráning og mat fasteigna

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 18:06:58 (4079)

2000-02-07 18:06:58# 125. lþ. 57.9 fundur 290. mál: #A skráning og mat fasteigna# (Landskrá fasteigna) frv. 47/2000, 281. mál: #A þinglýsingalög# (Landskrá fasteigna) frv. 45/2000, 285. mál: #A brunatryggingar# (Landskrá fasteigna) frv. 40/2000, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[18:06]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur að það er vissara að tala varlega og oft hendir það þann sem hér stendur að tala óvarlega. En það hendir hv. þm. líka að tala ekki alltaf af fullri gætni og hefur hv. þm. nú átt töluverðan þátt í þunglyndi þjóðarinnar með ræðuflutningi sínum á hinu háa Alþingi. Svartsýnin er böl og það er sagt að þeir standi jafnir að því leyti, svartsýnismaðurinn og bjartsýnismaðurinn að báðir hafi oft rangt fyrir sér en mismunurinn sé sá að bjartsýnismanninum líður miklu betur og mér finnst betra að vera í sporum hans.

Auðvitað orkar margt tvímælis. Okkur hefur vegnað nokkuð vel síðustu árin. Það eru ekki öll mál í höfn og hægt að taka heila umræðu um hvernig þjóðfélagið hefur þróast en eigi að síður finna það flestir menn að staðan er öðruvísi en hún var fyrir fimm árum, sem betur fer.

Ég vona að alltaf verði tröllatrú á Alþingi Íslendinga. Ég hef tröllatrú á þeirri nefnd sem fær málið til meðferðar og ég trúi að að bestu manna yfirsýn verður niðurstaðan farsæl þegar málið kemur til baka til þingsins.