Lífeyrissjóður sjómanna

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 18:38:36 (4086)

2000-02-07 18:38:36# 125. lþ. 57.13 fundur 150. mál: #A lífeyrissjóður sjómanna# (iðgjöld) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[18:38]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir upplýsingarnar. Þetta eru tölur sem við í hv. efh.- og viðskn. þurfum að fá þegar við fjöllum um málið til að geta lagt mat á áhrifin af þessu. Auðvitað er kostnaðarsamt að fara í aðgerðir til að brúa fjárhag sjóðsins svo að hann standi undir skuldbindingum sínum. Vera má að það þurfi að skoða þetta í einhverjum lengri áföngum en hv. þm. nefnir. Hann talar um að á tveim árum mundi skapast jafnvægi í stöðu sjóðsins eins og hann leggur málið upp og má vera að það þurfi að skoða það á eitthvað lengri tíma. Ég vil ekkert fullyrða um það en aðalatriðið er að fá allar upplýsingar inn í efh.- og viðskn. um málið og ég hvet hv. þm. til þess að beita sér líka fyrir því að nefndin og nefndarmenn fái allar tiltækar upplýsingar sem hægt er í þessu máli þannig að hægt sé að leggja á það þetta mat. En ég mun leggja mitt af mörkum til að málið fái ítarlega skoðun í nefndinni.