Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 14:25:06 (4098)

2000-02-08 14:25:06# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[14:25]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir að reyna að skýra það sem ég spurði hana um. Ég vil þó nefna sérstaklega að ákveðin atriði verðum við sjálf að taka til athugunar og meta sjálfstætt. Mér finnast atriðin sem ég vitnaði til áðan vera grundvallaratriði í persónuvernd. Mér finnst ekki hægt að skýla sér á bak við það að hugsanlegt sé að þarna hafi menn verið að aðlaga þetta frv. að tilskipunum Evrópusambandsins. Ég dreg stórlega í efa að í Evrópusambandinu teljist ekki einkamál auk fjárhagsmálefna o.fl. til atriða sem njóta þurfi persónuverndar. Ég efast um það, virðulegi forseti.