Gagna- og fjarvinnsla á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 09. febrúar 2000, kl. 14:58:23 (4151)

2000-02-09 14:58:23# 125. lþ. 60.5 fundur 309. mál: #A gagna- og fjarvinnsla á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., HH
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 125. lþ.

[14:58]

Helga Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari fyrirspurn frá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni. Þó ég hafi enga ástæðu til annars en halda að þessum málum verði vel fylgt eftir bið ég menn um að ganga hægt um gleðinnar dyr því við höfum því miður dæmi þess þar sem farið er með nýsköpun út á landsbyggðina, en henni ekki fylgt eftir á réttan hátt.

Nú er það svo að víða um land hafa íbúar bundið miklar vonir við störf af því tagi sem skýrslan gerir ráð fyrir og þetta er að mínum dómi mál sem allir ættu að geta lagt lið bæði í orði og á borði.