Fæðingarorlof

Miðvikudaginn 09. febrúar 2000, kl. 15:23:31 (4163)

2000-02-09 15:23:31# 125. lþ. 60.2 fundur 153. mál: #A fæðingarorlof# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 125. lþ.

[15:23]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Virðulegi forseti. Að gera fæðingarorlofið lengra, sveigjanlegra og síðast en ekki síst að gera það jafnara á milli kynjanna er lykilatriði til að ná fram frekari jafnrétti kynjanna og að hægt verði að samræma betur fjölskyldu- og atvinnulíf. Því skiptir miklu máli að þetta mál sé kannað vel eins og hæstv. fjmrh. virðist vera að gera og síðan verði ákvarðanir teknar sem geri fæðingarorlofið lengra, sveigjanlegra og jafnara.

Það er alveg ljóst að við sjálfstæðismenn gleymum ekki kosningaloforðunum en ég vil líka minna á söguna því að fæðingarorlofið var sett í lög undir forustu Sjálfstfl. Það var lengt í sex mánuði undir forustu Sjálfstfl. og því er eðlilegt að álykta að nú þegar þessi fæðingarorlofsmál eru til umræðu verði þau leyst undir forustu Sjálfstfl. eins og góð orð hæstv. fjmrh. gefa til kynna.