Fæðingarorlof

Miðvikudaginn 09. febrúar 2000, kl. 15:25:33 (4165)

2000-02-09 15:25:33# 125. lþ. 60.2 fundur 153. mál: #A fæðingarorlof# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 125. lþ.

[15:25]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda þessa fyrirspurn sem hreyfir afskaplega mikilvægu máli en ég verð að segja, herra forseti, að ég hafði búist við örlítið efnismeira svari frá hæstv. fjmrh. Mig langar að bæta við og hnykkja á spurningum sem komu fram í máli flutningsmanns tillögunnar, hv. þm. Jónasar Hallgrímssonar. Ég vil fá að vita hvort ríkisstjórnin hyggst gera eitthvað í komandi kjarasamningum sem gæti lagt lóð á vogarskál þessa máls. Ég vil fá að vita hvar málið er statt í ríkisstjórninni. Það lítur út á svari hæstv. fjmrh. að það sé hvergi statt, því hafi ekki verið hreyft frá síðustu kosningum. Það er eindreginn vilji allra stjórnmálaflokka í landinu að tekið sé á málinu og það er undir sjálfstæðismönnum komið að gerðar verði breytingar, og þá verðum við líka að fá að heyra hvað er að gerast í þessum málum. Eindreginn vilji dugir skammt.