Fæðingarorlof

Miðvikudaginn 09. febrúar 2000, kl. 15:30:15 (4169)

2000-02-09 15:30:15# 125. lþ. 60.2 fundur 153. mál: #A fæðingarorlof# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., JHall
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 125. lþ.

[15:30]

Jónas Hallgrímsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir svör hans og öðrum þeim sem hafa tekið til máls. Þetta er greinilega brennandi mál, ekki bara í þingsölum heldur líka úti í þjóðfélaginu því sem kunnugt er hefur verkalýðshreyfingin lagt ríka áherslu á að réttarbætur komi til foreldra til aukinnar orlofstöku vegna fæðingar og umönnunar barna. Eins og fram kom í máli hæstv. fjmrh. er um mismunun að ræða eftir tegund atvinnu, eftir því hvar fólk vinnur þannig að greiðslur til þeirra sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum eru í mörgum tilfellum verulega hærri en til þeirra sem vinna á almennum markaði.

Virðulegi forseti. Hér þarf vitaskuld að verða breyting á svo meiri jöfnuður skapist og þeir sem lakar eru settir öðlist meiri rétt en nú tíðkast.