Endurskoðun skattalöggjafarinnar

Miðvikudaginn 09. febrúar 2000, kl. 15:45:05 (4178)

2000-02-09 15:45:05# 125. lþ. 60.3 fundur 157. mál: #A endurskoðun skattalöggjafarinnar# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., JHall
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 125. lþ.

[15:45]

Jónas Hallgrímsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. svör hans og öðrum sem hafa tekið til máls. Ljóst er að þetta málefni vekur mikla athygli og mikill áhugi er á því. Til áréttingar því sem kom fram í máli hv. þm. Svanfríðar Jónasdóttur er þessi stjórnarsáttmáli í fremstu röð á nýrri öld. Hann er stjórnarsáttmáli Sjálfstfl. og Framsfl. og hér er væntanlega ekki einungis verið að efna kosningaloforð Framsfl. heldur ekki síður Sjálfstfl. Það er svo í samstarfi tveggja flokka að viðhorf beggja koma fram.

Ég er sannfærður um að unnið sé ötullega að því að þeim stefnumörkum ríkisstjórnarinnar sem fram komu hjá ráðherra verði náð og markmiðin komist þar með í höfn á kjörtímabilinu. Ég þakka svör hans.