Rafræn eignarskráning á verðbréfum

Fimmtudaginn 10. febrúar 2000, kl. 12:21:04 (4197)

2000-02-10 12:21:04# 125. lþ. 61.3 fundur 163. mál: #A rafræn eignarskráning á verðbréfum# (breyting ýmissa laga) frv. 32/2000, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 125. lþ.

[12:21]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var ekki að fara fram á að hæstv. ráðherra setti okkur nein tímamörk sem yrðu að halda. Mér er kunnugt um að allir nefndarmenn leggja áherslu á að hægt verði að taka þetta rafræna skráningarkerfi í notkun. Hins vegar er mjög gott fyrir nefndarmenn að vita, ef þetta frv. er ekki samþykkt innan ákveðins tíma, hvort það hamli því að hægt sé að fara í rafræna skráningu. Þá verður það ósköp einfaldlega að vera þannig að nefndin verður að leggja aðeins meiri vinnu á sig til þess að klára þetta. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að ljúka málinu.