Landsvirkjun

Fimmtudaginn 10. febrúar 2000, kl. 12:56:47 (4209)

2000-02-10 12:56:47# 125. lþ. 61.5 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 125. lþ.

[12:56]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hlýt að spyrja hv. þm., formann iðnn., hvort ekki sé rétt að búið sé að bjóða þetta verkefni út. Miðað við þau erindi sem voru uppi fyrir tæpu ári þá er ekki svo að málið sé statt á sama punkti. Það er ekki bara verið að biðja um samstarf Landsvirkjunar. Búið er að bjóða út verkefnið og annar aðili fékk það. Er það ekki rétt?

Og það er ekki eingöngu um öryggisatriði að ræða. Það er ekkert í frv. og ekkert í grg. sem segir að þetta sé eingöngu vegna þess, af því að stofnunin má eiga fyrirtæki. Í athugasemdum frv. segir, með leyfi forseta:

,,Landsvirkjun á og rekur fjarskiptakerfi vegna starfsemi sinnar. Það kerfi getur komið að gagni fyrir fleiri aðila, m.a. þá sem starfa að öryggismálum.``

Það sama gildir um Landssímann, Tal og öll þessi fjarskiptafyrirtæki. Þau koma vonandi að gagni hvað varðar öryggisþættina.

Virðulegi forseti. Ég hlýt, af því að hv. þm. Pétur Blöndal talaði hérna áðan, að segja að ég er hrædd um að þetta frv., hv. þm. Pétur Blöndal, sé enn eitt innleggið í að lækka frelsisvísitöluna sem er uppáhaldsvísitala ríkisstjórnarinnar.