Rannsókn kjörbréfs

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 15:03:07 (4251)

2000-02-14 15:03:07# 125. lþ. 62.1 fundur 305#B Rannsókn kjörbréfs#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[15:03]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa svohljóðandi bréf. Hið fyrra hljóðar svo, dags. 9. febr. 2000:

,,Þar sem undirritaður er á förum utan í einkaerindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfir hann sér, með vísan til 53. gr. þingskapa, að óska þess að varamaður hans taki sæti á meðan eða frá og með 14. þ.m.

Þar sem 1. varamaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík hefur ekki tök á þingsetu nú sökum embættisanna er þess óskað að 2. varamaður flokksins, Margrét K. Sverrisdóttir, taki sæti.

Virðingarfyllst,

Sverrir Hermannsson, 18. þm. Reykv.``

Síðara bréfið hljóðar svo:

,,Undirritaður tekur hér með fram að honum er eigi unnt sökum embættisanna að taka sæti varamanns Frjálslynda flokksins á Alþingi á næstunni.

Virðingarfyllst, Gunnar Ingi Gunnarsson,

1. varaþm. Frjálslynda flokksins í Reykjavík.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Margréti K. Sverrisdóttur sem er 2. varamaður á lista Frjálslynda flokksins í Reykv. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund áður en þingfundur hófst til þess að fjalla um kjörbréfið.