Mat á umhverfisáhrifum

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 17:57:16 (4299)

2000-02-14 17:57:16# 125. lþ. 62.14 fundur 197. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (undanþáguákvæði) frv., ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[17:57]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að svara fyrir fyrrv. ráðherra Alþfl. hér á hinu háa Alþingi. En ég hygg að hv. þm. sé fullkunnugt um að það er markaðurinn sem ræður í sambandi við framkvæmdir og uppbyggingu álvera eins og svo margt annað sem þessi þjóð er að fást við hvort heldur það eru samgöngur, fjarskipti eða annað. Það getur því náttúrlega vel farið svo að markaðurinn mundi slá af allar hugmyndir um virkjun í Fljótsdal.