Mat á umhverfisáhrifum

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 18:08:04 (4301)

2000-02-14 18:08:04# 125. lþ. 62.14 fundur 197. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (undanþáguákvæði) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[18:08]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi tryggingar til Norsk Hydro, þá er alveg ljóst að ekki er hægt að gefa neinar tryggingar fyrr en menn hafa farið í gegnum umhverfismat á virkjuninni. Það er alveg deginum ljósara og hefur margoft komið fram.

Varðandi þá spurningu sem hér hefur verið beint til mín um sólarlagsákvæði, þá tel ég ekki rétt að við ræðum það á þessari stundu þar sem ekki er búið að leggja málið fyrir þingið. Það mun verða lagt fram hér og fara til vinnslu í hv. umhvn. þar sem ýmsir þeir sem hér hafa spurt eiga sæti. Menn geta þá rætt hvernig eðlilegast er að skipa þeim málum. Málið mun að sjálfsögðu koma til umfjöllunar hingað og til hv. umhvn.