Notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 18:53:01 (4313)

2000-02-14 18:53:01# 125. lþ. 62.15 fundur 233. mál: #A notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[18:53]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er svolítið undrandi yfir því ef hv. þm. telur að það sé flóknara fyrir menn að gera mun á logni, kulda og roki heldur en núll metrum á sekúndu, níu metrum á sekúndu og 26 metrum á sekúndu. Ég held að þetta sé satt að segja útúrsnúningur. Menn vita kannski ekki nákvæmlega hvað er hvað. En menn skilja hver með sínum hætti hvað er rok, hvað er stormur, hvað er kaldi og hvað er logn og geta síðan hagað sér í samræmi við það sem er mikilvægt fyrir þá sem eiga ferð fyrir höndum eða vinna undir berum himni.