Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 15:40:05 (4341)

2000-02-15 15:40:05# 125. lþ. 63.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[15:40]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Það liggur nú við að þetta sé ekki svaravert. Ég tel mig hafa komið fram með rök fyrir máli mínu og ætla ekki að fara að endurtaka ræðu mína frá því áðan. Eitt atriði vil ég gjarnan grípa hér á lofti sem þingmaðurinn kom inn á, að það ætti þá að banna knattspyrnu. Ég reyndi að vekja athygli á því að það væri ekki mjög vísindaleg nálgun að taka fjölda slysa í íþróttagreinum og bera saman án þess að reikna með fjölda þeirra sem stunda greinina og hins vegar tímalengd íþróttaleikjanna. Ég sé ekki hvernig þingmaðurinn getur snúið út úr þessu, ég held að honum hafi ekki tekist það.