Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 15:42:11 (4343)

2000-02-15 15:42:11# 125. lþ. 63.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[15:42]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég tel mig hafa rökstutt það nokkuð skýrt þó að þingmanninum finnist rökstuðningur minn óljós og sundurlaus, eins og hann sagði. Ég taldi til ástæður eins og árásargirni. Ég held að árásargirni sé mjög alvarlegt mál í íslensku þjóðfélagi og úr henni eigi að reyna að draga en ekki hvetja til hennar. Ég fór yfir slysamál, sérstaklega höfuðáverka, sem verða bæði hjá atvinnu- og áhugamönnum í hnefaleikum. Ég talaði jafnframt um augnslys sem sömuleiðis verða hjá báðum hópunum. Ég held því að ég hafi rökstutt mál mitt, herra forseti.