Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 15:47:08 (4347)

2000-02-15 15:47:08# 125. lþ. 63.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[15:47]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég get alveg fallist á það með þingmanninum og held að ég hafi komið að því í ræðu minni að það sé auðvitað æskilegast að koma í veg fyrir áverkana og koma í veg fyrir slysin. Og þess vegna hafa ýmsir, m.a. breska læknafélagið, lagt til að bannað verði að boxa í höfuð á andstæðingnum. En það hefur ekki fallið í náðina hjá hnefaleikamönnunum sjálfum.

Ég tel því miður að áhrif þessarar íþróttar á heilsu séu ekki óveruleg heldur geti verið veruleg og þegar þau verða þá geta þau verið varanleg. Þau geta verið varanleg á sjónina og á heilann. Og eftir höfðinu dansa limirnir.