Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 15:50:13 (4349)

2000-02-15 15:50:13# 125. lþ. 63.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[15:50]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Þá erum við bara ekki sammála, ég og hv. þm. (Gripið fram í: Og ekki í fyrsta sinn.) Ekki í fyrsta sinn.

Ástæðan fyrir því að ég minntist á einelti er sú að ég var með það í vissu samhengi við ofbeldi í íslensku þjóðfélagi og ég minntist á einelti bara í framhaldi af því. Ég er að tala um árásargirni og hvort við getum gert eitthvað til þess að hindra hana eða draga úr því að hún taki völdin í þjóðfélagi okkar. Og ég tel með þá stöðu sem við höfum hér í skólum að ofbeldi og einelti sé það mikið að ekki sé á bætandi, hv. þm.