Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 16:03:27 (4356)

2000-02-15 16:03:27# 125. lþ. 63.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., Flm. GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[16:03]

Flm. (Gunnar Birgisson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að fara að lengja umræðuna, þó er nú komið svo að menn eru byrjaðir að endurtaka sig. Þingmaðurinn sagði að hún væri eini læknirinn í salnum og velti fyrir sér hvort hún hefði rangt fyrir sér. Ég sagði já, hún hefur rangt fyrir sér, það er einfalt mál.

Í stuttu máli eru áverkar í ólympískum hnefaleikum minni en í öðrum íþróttagreinum, eru minni en í fótbolta eða í handbolta. Eigum við þá að banna fótbolta með blautum fótbolta eða eigum við að hætta að hafa markvörð í handbolta? Hvar endar þetta, hv. þm.? Mér finnst þessi rök vera fyrir neðan allar hellur.