Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 17:19:59 (4373)

2000-02-15 17:19:59# 125. lþ. 63.11 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[17:19]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sé raunar ekki ástæðu til þess að orðlengja málið enn frekar. Hér hafa komið fram margvíslegar ábendingar frá hv. þm. í 1. umræðu um frv. Ég hef brugðist við þeim. Ég get vitaskuld ekkert við því gert þó hv. þm. Lúðvík Bergvinsson sé ekki sammála svörum mínum. En það er alveg ljóst að ef litið er á frv. og greinargerð með því þá koma þessar skýringar greinilega í ljós. Ég ítreka það sem ég sagði hér áðan, að það sem kynnt var fyrir hv. heilbr.- og trn. á síðasta þingi voru drög en ekki fullbúið frv. Það voru vissulega rök fyrir að gera þar ákveðnar breytingar. Ég tel að rækileg grein hafi verið gerð fyrir því hér og vísa til þeirra svara komið hafa fram.