Eftirlit með útlendingum

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 17:28:53 (4376)

2000-02-15 17:28:53# 125. lþ. 63.12 fundur 328. mál: #A eftirlit með útlendingum# frv. 25/2000, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[17:28]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég held ég hafi skilið spurningar hv. þm. rétt. Skilyrði fyrir inngöngu um ytri landamærin í þessu frv. eru hert eins og kemur fram í 6. gr. Að öðru leyti er fellt niður persónueftirlit innan svæðisins. Þar er þó tollaeftirlit undanskilið. Ég vísa sérstaklega á 6. gr. frv. í þessu sambandi. Þar er bent á þessi atriði.