Upplýsingamiðlun EFTA til væntanlegra ESB-landa

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 14:04:15 (4408)

2000-02-16 14:04:15# 125. lþ. 65.1 fundur 316. mál: #A upplýsingamiðlun EFTA til væntanlegra ESB-landa# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., utanrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 125. lþ.

[14:04]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Það eru í gangi stöðug samskipti út af þessum málum. Í næstu viku á ég m.a. fund með utanríkisráðherra Bretlands, Robin Cook, út af þessum málum og ýmsum öðrum. Við verðum að sjálfsögðu að fylgjast með þeim eins og kostur er. Þar sem hv. þm. á ekki lengur sæti í utanrmn. þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn til að mæta, eða embættismenn mínir, hvenær sem er hjá hvaða þingflokki sem er til að upplýsa sem best um þessi mál. Ég óska eftir því að leitað verði eftir því. Hins vegar skil ég hv. þm. Steingrím J. Sigfússon þannig að hann óski ekki eftir því, vilji ekki umræðu um þessi mál (Gripið fram í.) og sé í reynd á móti upplýsingum um þessi (Gripið fram í.) mál. Þetta kemur ekki á óvart (Gripið fram í.) frá þessum hv. þm. því inngrip hans í umræðunni var það í reynd að mótmæla því að einhverjar upplýsingar kæmu fram. Það skil ég ekki.

(Forseti (GuðjG): Forseti biður hv. þm. að hafa hemil á kæti sinni meðan verið er að tala hér í ræðustól.)