Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 15:05:00 (4432)

2000-02-16 15:05:00# 125. lþ. 65.6 fundur 331. mál: #A endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 125. lþ.

[15:05]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir bæði fyrirspurnina og það svar sem hér hefur komið fram. Ég vil aðeins vekja athygli á því að í samþykkt Alþingis frá því í mars 1999 um að endurgreiða hluta virðisaukaskatts við kvikmyndaframleiðslu felast sértækar aðgerðir í atvinnumálum og það er bara hið besta mál. Ég fagna mjög þeirri samþykkt sem þarna var gerð. Hún sýnir að hv. Alþingi og alþingismenn sem þetta samþykktu þá eru tilbúnir til að fara í sértækar aðgerðir í atvinnumálum og jafnvel byggðamálum. Og ég segi bara stutt og laggott, mér hugnast þessi samþykkt mjög vel og hvet til þess í öðrum aðgerðum að jafna mun á lífskjörum milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Það eru sértækar aðgerðir út um allt skattkerfið og nægir þar að nefna framlög til stjórnmálaflokka, sjómannaafslátt, afslátt vegna hlutabréfakaupa og annað, þannig að formúlan er til, viljann þarf til að fara í frekari sértækar aðgerðir á Íslandi.