Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 15:06:15 (4433)

2000-02-16 15:06:15# 125. lþ. 65.6 fundur 331. mál: #A endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 125. lþ.

[15:06]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Svanfríði Jónasdóttur fyrir að taka þetta mál upp og rifja upp þá umræðu sem var á sínum tíma þegar lögin voru samþykkt þar sem gagnrýnt var auðvitað að íslenskar kvikmyndir ættu ekki sama rétt og erlendar kvikmyndir sem hér væru gerðar af erlendum aðilum og síðan var varað við því að þetta stríddi gegn samþykkt Evrópusambandsins. Ég vil beina þeim spurningum til hæstv. ráðherra hvort mikið hafi verið um greiðslur í samræmi við samþykkt laganna og hvort hún hyggist ekki leggja fyrir lagabreytingar nú þegar. Það er ekki mjög langur tími eftir af þessu þingi miðað við starfsáætlun þess, og þar sem fyrir liggur að íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt ákveðnar athugasemdir ESA þá spyr ég hvort ráðherrann muni þá ekki koma með þær breytingar.