Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 14:40:41 (4486)

2000-02-17 14:40:41# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[14:40]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Þetta er nú mikill misskilningur hjá hv. þm. Kristjáni Möller, og meiri reykur en kynding er fyrir hjá honum. Ég sagði að jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar væru virkilega gott forgangsverkefni og hef ekkert út á það að setja, síður en svo, og styð það verkefni alveg heils hugar. Hins vegar þegar verið er að setja hér tölusetta liði um jarðgöng sem maður er að horfa til einhvers langs tíma því það kom fram hér hjá þingmönnum í umræðunni að meira að segja þessi jarðgöng sem nefnd voru, á Austurlandi og milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, yrðu vonandi gerð á næstu sex til átta árum, ef þetta gengi upp. Þannig að við erum að hugsa þarna í mjög löngum tíma. Og þess vegna fannst mér ekkert úr vegi að nefna það á nýrri öld sem nú er að byrja, að þarna væri möguleiki sem ætti ekki endilega að fara út af blaðinu, en ég er ekki í sjálfu sér að gera athugasemdir við þá forgangsröðun sem þarna eru sett. Og hafi ég sagt að göngin væru á milli Ólafsfjarðar og Fljóta, þá voru það mismæli, það var milli Siglufjarðar og inn í Skagafjörð.