Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 16:04:20 (4509)

2000-02-17 16:04:20# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[16:04]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Sigríði Jóhannesdóttur fyrir að hafa vakið máls á mikilvægi Reykjanesbrautarinnar. Við þekkjum það öll að það er mjög mikilvægt að hún verði tvöfölduð hið fyrsta og ég leyfi mér að vera bjartsýnni en hv. þm. Sigríður Jóhannesdóttir og vona að hún verði tvöfölduð í einu lagi. Samstaða hefur náðst um það í þingmannahópi Reykjaneskjördæmis að athuguð verði hagkvæmni þess að bjóða út brautina ef tvöföldunin næðist í einu lagi.

Það vita allir hversu arðbær sú framkvæmd er, bæði þjóðhagslega og tilfinningalega, eins og sumir hafa bent á, og því hvet ég til þess að við náum enn frekari samstöðu til þess, bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu.