Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 16:07:10 (4512)

2000-02-17 16:07:10# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[16:07]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála hv. þm. að einhvers staðar verður að byrja og fyrst við erum orðin svona óskaplega sammála um allt annað, þá náum við vonandi samkomulagi um hvar á að byrja. Auðvitað er Kúagerði mjög hættulegur staður en það eru fleiri hættulegir staðir á brautinni.

Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum var gerð úttekt á því hvar flest slys urðu á brautinni og kom í ljós að mikil slysatíðni var við gatnamót, t.d. við Grindavíkurveg og Vogaveg. Vegagerðin vann þar síðan að úrbótum og ég verð að segja að síðan hef ég á öllum mínum ferðum yfir Reykjanesbraut --- mér finnst stundum að ég haldi til á brautinni --- lítið orðið vör við að slys hafi orðið á þessum stöðum. Þannig að jafnvel þó að ekki sé tvöfaldað, þá er hægt að vinna gegn slysum.