Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 17:34:24 (4547)

2000-02-17 17:34:24# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[17:34]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra heldur því fram í umræðunni, í lokaræðu sinni, að 1,1 milljarður fari í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil mótmæla þessu þó það standi í þessu plaggi að 1,1 milljarður fari í framkvæmdir í höfuðborgarsvæðinu þá er búið að lýsa því yfir að það á að fresta framkvæmdum upp á 465 millj. Þá eru 635 millj. kr. eftir. 350 millj. af þeim fara í að greiða niður halla þannig að það eru ekki nema 285 millj. sem fara í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Ætlar hæstv. ráðherra að halda því fram að þetta sé rangt? Það er ekki rétt sem hæstv. ráðherra heldur fram að þetta sé 1,1 milljarður. Þetta eru innan við 300 millj. og þær duga skammt í þær framkvæmdir sem eru tilbúnar til framkvæmda nú þegar af hendi sveitarfélaganna.