Vegalög

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 18:41:15 (4563)

2000-02-17 18:41:15# 125. lþ. 66.7 fundur 322. mál: #A vegalög# (reiðvegir, girðingar) frv. 54/2000, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[18:41]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Þarna vísar hv. þm. til vegáætlunar sem er auðvitað nokkuð annað en frv. og vonandi væntanleg löggjöf um girðingar sem skapar þá nýjar aðstæður sem gætu leitt til þess að kröfurnar yrðu hærri þegar fram líða stundir.

En það sem ég var að segja er að við getum auðvitað ekki gert ráð fyrir því að möguleiki skapist á kröfum á grundvelli nýrra laga aftur í tímann. Hins vegar liggur fyrir að í einhverjum tilvikum hefur orðið samkomulag um það að veghaldari kostaði girðingar hjá landeigendum sem skapa þá þessar ógreiddu girðingakröfur sem þarf að ná samkomulagi um og ég trúi ekki öðru en að samkomulag náist um það sem liðið er ef á sanngjörnum rökum er reist af hálfu þeirra sem gera kröfu á Vegagerðina.