Lögbinding lágmarkslauna

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:01:52 (4573)

2000-02-21 15:01:52# 125. lþ. 67.1 fundur 326#B lögbinding lágmarkslauna# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:01]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég beini máli mínu til hæstv. forsrh. Nokkur ár í röð hef ég ásamt fleirum flutt frv. til laga um lögbindingu lágmarkslauna. Röksemd mín fyrir lögbindingu lágmarkslauna byggist á þeirri einföldu staðreynd að sá sem ekki hefur afgang af launum sínum til að leggja til hagvaxtarins þarf að þiggja frá samfélaginu. Ágreiningur er uppi um hvernig skilgreina ber fátæktarmörk. Ætlar hæstv. forsrh. að beita sér fyrir nefndarskipan í þessu máli svo að unnt sé að skilgreina framfærslugrunn? Mun ríkisstjórn hæstv. forsrh. beita sér fyrir grundvallarreglu sem aðilar vinnumarkaðarins geti haft til viðmiðunar?