Kjarnorkuverið í Sellafield

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:13:26 (4583)

2000-02-21 15:13:26# 125. lþ. 67.1 fundur 328#B kjarnorkuverið í Sellafield# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:13]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Í undirbúningi hefur verið fundur með utanríkisráðherra Bretlands, Robin Cook, frá því sl. haust og það er ákveðið að sá fundur verði nk. föstudag í London. Á þeim fundi verða rædd ýmis tvíhliða málefni landanna og áður en þessar nýjustu fréttir um Sellafield komu til var það mál komið á dagskrá þess fundar. Þetta mál verður því að sjálfsögðu rætt á þessum tvíhliða fundi nk. föstudag í London og það er enn meiri ástæða en nokkru sinni fyrr til að ræða þetta mál tvíhliða milli landanna og það verður gert eins og efni standa til.