Kjarnorkuverið í Sellafield

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:15:00 (4585)

2000-02-21 15:15:00# 125. lþ. 67.1 fundur 328#B kjarnorkuverið í Sellafield# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:15]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég hef áður rætt þessi mál við utanríkisráðherra Bretlands. Það liggur ljóst fyrir að við Íslendingar eru andvígir þessari stöð og vildum helst sjá hana hverfa. Við gerum okkur ekki miklar vonir um það en það hlýtur að vera eðlileg og réttlát krafa af okkar hálfu að fyllsta öryggis sé gætt, allar upplýsingar um rekstur stöðvarinnar liggi fyrir og allar skýrslur séu réttar þannig að við gerum okkur grein fyrir hinu raunverulega ástandi. Ég vænti þess að við á hv. Alþingi getum verið sammála um slíkar áherslur.