Kjarnorkuverið í Sellafield

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:15:58 (4586)

2000-02-21 15:15:58# 125. lþ. 67.1 fundur 328#B kjarnorkuverið í Sellafield# (óundirbúin fsp.), ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:15]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég er honum sammála um að skynsamlegast í stöðunni væri að loka þessari kjarnorkustöð og sú krafa þurfi að vera alveg skýr af hendi íslenskra stjórnvalda.

Auðvitað er ljóst að alls kyns hlutir eru í gangi í breskum kjarnorkuiðnaði þessa dagana og það á víðar við en í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield. Af þeim sökum er brýnt að íslensk stjórnvöld tali skýrum rómi fyrir hönd alls Alþingis á fundinum á föstudaginn.