Siglingaleiðir olíuskipa

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:23:07 (4591)

2000-02-21 15:23:07# 125. lþ. 67.1 fundur 330#B siglingaleiðir olíuskipa# (óundirbúin fsp.), GHall
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:23]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. 9. maí 1997 var samþykkt þáltill. sem hljóðar svo:

,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni, í samráði við hagsmunaaðila, að móta skýrar reglur um tilkynningarskyldu og afmörkun siglingaleiða olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu sem m.a. innihaldi heimildir til tafarlausrar stöðvunar ef vart verður mengunar. Reglurnar nái einnig til olíuskipa í siglingum milli hafna hér á landi.

Jafnframt verði mótaðar reglur um hvaða ráðuneyti og stjórnvöld fari með forræði um allar aðgerðir sem grípa þarf til ef mengunarslys verða á sjó eða við strendur landsins.``

Hæstv. fyrrv. samgrh. skipaði í framhaldi af þessari þál. nefnd til að móta þessar reglur. Ég beini fyrirspurn minni til hæstv. samgrh.:

Hvað líður störfum þessarar nefndar í framhaldi af fyrrnefndri þál.?