Siglingaleiðir olíuskipa

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:25:45 (4593)

2000-02-21 15:25:45# 125. lþ. 67.1 fundur 330#B siglingaleiðir olíuskipa# (óundirbúin fsp.), GHall
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:25]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir svarið. Hæstv. ráðherra hafði það á orði að við mættum ekki hefta um of samgöngur eða siglingar við landið en við þekkjum dæmi um að víða þar sem skip koma að ströndum erlendis verða þau að tilkynna sig í ákveðinni fjarlægð, t.d. hvert þau stefna og með hvaða hraða. Einnig er spurt hvort þau séu með sjóballest í tönkum og þar eru líka ákvæði um að ekki megi dæla henni úr skipi nema í ákveðinni fjarlægð frá landi, annars varðar það sektum. Svo mjög sem við byggjum á sjávarútvegi, Íslendingar, þá finnst mér eðlilegt og sjálfsagt að setja hinar ströngustu reglur hvað þessi mál áhrærir.