Þjóðlendur

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 18:36:28 (4616)

2000-02-21 18:36:28# 125. lþ. 67.11 fundur 321. mál: #A þjóðlendur# (kostnaður af hagsmunagæslu, málsmeðferð) frv. 65/2000, félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[18:36]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Ég tel mikinn feng að þessu frv. og þakka nauðsynlega upprifjun hæstv. forsrh. í framsöguræðu hans á undirbúningi lagasetningarinnar frá 1998. Reynslan sýnir að um vandasöm og viðkvæm mál er að ræða og ég fullyrði að það var vilji Alþingis að gætt yrði hófs í sókn og vörn í þessu máli. Aldrei var meiningin að meðhöndla bændur eins og kúlakka í Rússlandi.

Þetta frv. miðar að því að bændur og sveitarfélög geti gætt réttar síns og ég tel það nauðsynlega og eðlilega breytingu á lögunum um þjóðlendur.