2000-02-22 13:44:41# 125. lþ. 68.92 fundur 333#B vinna við skýrslu um úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja á íslenskum markaði# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 125. lþ.

[13:44]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Það kom fram áðan í máli hæstv. viðskrh. að skýrslubeiðnin væri mjög viðamikil og kostaði mikla peninga og þar að auki tæki langan tíma að vinna skýrsluna, um það bil eitt ár. Mér finnst því ekki rétt að gagnrýna ráðherra fyrir það að hún sýni ekki vilja til þess að verða við skýrslubeiðninni. Hún lýsti þeim vilja sínum mjög skýrt í ræðustól áðan.

Hins vegar kom líka fram í máli hennar að með þessari vinnu væri verið að vinna ákveðna grunnvinnu þannig að það væri auðvelt að uppfæra þær upplýsingar sem kæmu þarna fram og það finnst mér að sé mjög vert að þakka. Ég sé ekki annað en að ráðherra bregðist mjög eðlilega við.