Reglur um sölu áfengis

Þriðjudaginn 22. febrúar 2000, kl. 15:20:28 (4660)

2000-02-22 15:20:28# 125. lþ. 68.5 fundur 149. mál: #A reglur um sölu áfengis# þál., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 125. lþ.

[15:20]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Við þurfum fyrst og fremst að treysta okkur sjálfum til þess að vera fullorðin og taka á og móta þær reglur í samfélaginu sem við viljum búa við og fara eftir og eru líklegar til þess að auka á vellíðan fólks og meiri lífshamingju í landinu. En þessi tillaga stefnir ekki að því með því bæði að auðvelda aðgengi að áfengi og hafa það miklu meira fyrir augum þeirra sem eru að kaupa sér matvöru.

Hvað það varðar að ég hafi ekki bætt neinu við umræðuna umfram hv. þm. Steingrím J. Sigfússon þá skal ég játa það að ég treysti honum fyllilega til þess að berja á Samfylkingunni í þessu máli og óska honum alls hins besta í því.

Hvað það varðar að áfengisstefnan á Íslandi sé uppfull af tvískinnungi þá kann að vera að fleira sé uppfullt af tvískinnungi, t.d. þessi tillaga hv. flutningsmanna.