Þriggja fasa rafmagn

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 13:48:08 (4726)

2000-02-23 13:48:08# 125. lþ. 70.12 fundur 355. mál: #A þriggja fasa rafmagn# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[13:48]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. málshefjanda þessa fyrirspurn Það er mikil ástæða til þess að ræða stöðu orkumála og þrífösunar á landsbyggðinni. Ég vil geta þess að á Vesturlandi eru mikil vandamál uppi. Vestur í Staðarsveit t.d., nánar tiltekið á Miðhrauni, er rekin fiskverkun þar sem um er að ræða níu heilsársstörf og þar er mikill skortur á því að fá þá orku sem til þarf til þess að sinna þessari vinnslu. Ég hvet hæstv. iðnrh. til þess að taka sérstaklega á þar sem um er að ræða störf fyrir átta til tíu manns. Það er á við heila stórverksmiðju á Reykjavíkursvæðinu. Það skiptir máli ef við ætlum að halda byggð í landinu að þessu sé sinnt.