Þriggja fasa rafmagn

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 13:51:55 (4729)

2000-02-23 13:51:55# 125. lþ. 70.12 fundur 355. mál: #A þriggja fasa rafmagn# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[13:51]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Mig langar til að byrja mál mitt á því að koma með smáleiðréttingu á því að Miðhraun sem um var talað áðan, er ekki í Staðarsveit heldur í Miklaholtshreppi. Allt annað sem sagt var er rétt hjá hv. þm. Gísla Einarssyni, bróður mínum og vini.

Hins vegar vil ég fagna því að þetta mál er komið hér til umræðu. En það verður að drífa í þessu því að sveitirnar mega ekki bíða. Þriggja fasa rafmagn er í öllum stórum byggðarlögum landsins og því skyldi það þá ekki koma í sveitirnar líka.

Ég tek undir þau orð sem hér hafa heyrst líka um að bændur geti selt rafmagn út á dreifikerfið því að rafmagnssala gæti einnig orðið mjög góð búgrein.