Notkun íslenska skjaldarmerkisins

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 15:04:41 (4763)

2000-02-23 15:04:41# 125. lþ. 70.2 fundur 314. mál: #A notkun íslenska skjaldarmerkisins# fsp. (til munnl.) frá forsrh., Fyrirspyrjandi GHall
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[15:04]

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svör hans. Það er ljóst eins og kom fram í svari hans um skjaldarmerkið að lög um það voru sett 1998 og þar af leiðandi er kannski ekki mikið við því að segja eða hvað þá heldur að gera þó að þetta íslenska vatnsútflutningsfyrirtæki hafi notað skjaldarmerkið á framleiðsluvöru sína.

Mér býður hins vegar svo í grun varðandi skjaldarmerkið að einhvers staðar hafi menn þó leitað álits hvort nota mætti, og hvort það var fyrrv. forsrh. sem veitti það leyfi gildir kannski einu, en mér finnst þá þetta svar liggja nokkuð ljóst fyrir og þakka fyrir það.