Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 11:25:57 (4806)

2000-02-24 11:25:57# 125. lþ. 71.5 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[11:25]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon svaraði spurningu sem ég spurði ekki. En ég vildi gjarnan að hann svaraði spurningunni sem ég spurði. Ég spurði: Þar sem eignir lífeyrissjóðanna eiga að standast á við skuldbindingar þeirra og skuldbindingar lífeyrissjóðanna eru ekkert annað en krafa sjóðsfélaganna, hver á þá réttindin hjá lífeyrissjóðunum? Hver á kröfu á lífeyrissjóðina?

Og í öðru lagi: Ef krafan stendur á móti eignunum eða eignirnar standa á móti kröfunni, hver á þá eignirnar?