Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 14:34:32 (4848)

2000-02-24 14:34:32# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[14:34]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með þetta svar hæstv. umhvrh. einmitt vegna þess að í svari hæstv. iðnrh. við fsp. hv. þm. Sighvats Björgvinssonar um hvaða framkvæmdir, virkjanaframkvæmdir þá tilteknar, hefðu fengið leyfi, kemur fram að þær framkvæmdir eru undanskildar mati samkvæmt núgildandi lögum.

Þetta er nú ekki stuttur listi, herra forseti, og því verð ég að segja eins og er að ég er undrandi yfir því að svona skuli vera gengið frá þessu í frv. og mun fyrir mitt leyti beita mér fyrir því að því verði breytt í umhvn.