Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 14:38:57 (4851)

2000-02-24 14:38:57# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[14:38]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Megintilgangurinn með þessu sólarlagsákvæði er að allar framkvæmdir fari í mat á umhverfisáhrifum. En gefinn er sá tímafrestur í þessu bráðabirgðaákvæði að hafi framkvæmdir hafist fyrir árið 2002, þá séu þær undanþegnar umhverfismatinu. Þetta bráðabirgðaákvæði er mjög skýrt.

Hér var líka dregið fram hvenær framkvæmdir væru hafnar en í frv. segir að það sé umhvrh. sem úrskurði um það og meti hvort framkvæmdir séu hafnar eða ekki, af því það er vissulega rétt sem kom fram í máli hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur að umdeilanlegt getur verið hvenær framkvæmdir eru hafnar og hvenær ekki en það fellur undir úrskurð umhvrh. að meta hvort um slíkt sé að ræða eða ekki.